Fótbolti

Ungur Sunderlandaðdáandi lést úr krabbameini í dag

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Bradley og Jermain Defoe voru miklir vinir.
Bradley og Jermain Defoe voru miklir vinir. vísir/getty
Hinn sex ára Bradley Lowery lést í dag eftir baráttu við sjaldgæfa tegund af krabbameini.

Bradley hefur verið mikið í fréttum í vetur og myndaði hann sérstaka vináttu við Jermain Defoe, þáverandi leikmann Sunderland.

Þessi ungi fótboltaáhugamaður var stuðningsmaður Sunderland og hélt mikið upp á Defoe og tók sóknarmaðurinn ástfóstri við Bradley.

Bradley fékk meðal annars að leiða Defoe út á völlinn í vináttulandsleik Englands og var vítaspyrna hans gegn Asmir Begovic valin mark desembermánaðar hjá BBC.

Fjölskylda hans sendi frá sér tilkynningu um andlát hans á Facebook í dag.

„Hugrakki strákurinn minn fór til englanna í dag 7. júlí 2017 klukkan 13:35. Hann var í örmum mömmu og pabba og umkringdur fjölskyldu.“



Fótboltaheimurinn hefur vottað fjölskyldu Bradleys samúð sína í dag.

























Sunderland hefur gefið út sína eigin yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við fjölskyldu Bradley.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×