Golf

Kirk vann þriðja LPGA mótið - Ólafía í 36. - 44 sæti

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Vísir/Getty
Eftir að hafa leikið frábærlega í gær þá var dagurinn í dag rússíbanareið hjá Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, atvinnukylfingi. Hún lauk leik í dag á pari sem skilaði henni samtals 10 höggum undir pari á mótinu og endaði hún í 36. - 44 sæti.

Fyrir þann árángur hlaut Ólafía Þórunn um eina milljón íslenskra króna. Þetta er hæsta upphæðin sem Ólafía hefur hlotið í verðlaunafé til þessa. 

Góður árangur Ólafíu á mótinu skilar henni jafnri í 120. sæti heildarstigalista LPGA mótaraðarinnar. Hún þarf að vera í hópi 100 efstu til að fá keppnisrétt á mótaröðinni á næsta ári.

Sigurvegari mótsins var hin ástralska Katherine Kirk, sem kláraði mótið á 22 höggum undir pari. Kirk er 35 ára og hefur verið 13 ár á LPGA mótaröðinni, en þetta var aðeins hennar þriðji sigur á mótaröðinni.






Tengdar fréttir

Ólafía Þórunn í gegnum niðurskurðinn

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er komin í gegnum niðurskurðinn á Thornberry Creek Classic mótinu á LPGA mótaröðinni í golfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×