Erlent

Var lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Donald Trump yngri.
Donald Trump yngri. Vísir/EPA

Donald Trump yngri var lofað að honum yrði látið í té skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton, þáverandi forsetaframbjóðanda demókrata, þegar hann hitti rússneskan lögfræðing, samkvæmt bandaríska dagblaðinu New York Times sem fékk upplýsingar sínar frá þremur hátt settum embættismönnum Hvíta hússins.

Vísir greindi frá því í dag að sonur forsetans hefði hitt Nataliu Veselnitskaya í háhýsi Trump í New York í júní 2016, rétt eftir að faðir hans hlaut tilnefningu repúblikanaflokksins sem forsetaframbjóðandi.

Fundinn sátu einnig Jared Kushner, tengdasonur Trump eldri og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump. Forsetinn sjálfur hefur svarið af sér að hafa sjálfur verið viðstaddur fundinn. 

Í tilkynningu frá Trump yngri sagði hann að hann hefði einungis lögfræðinginn til þess að ræða ættleiðingastefnu Rússlands en Rússar ákváðu árið 2012 að hætta að leyfa Bandaríkjamönnum að ættleiða rússnesk börn.

Veselnitskaya staðfesti frásögn Trump og sagði hún að hún hefði aldrei gengið erinda rússnesku ríkisstjórnarinnar en Veselnitskaya er þekkt baráttukona gegn umræddum ættleiðingarlögum.

Í umfjöllun New York Times kemur fram að sonur forsetans hafi sjálfur tjáð sig um fundinn með lögfræðingnum með viðkomandi hætti:

Eftir að kynning hafði átt sér stað, hélt konan því fram að hún hefði upplýsingar undir höndum um tengsl einstaklinga við Rússland sem hefðu fjármagnað Demókrataflokkinn og stutt Clinton.

Fullyrðingar hennar voru óljósar og tvíræðar og hún kom ekki með neinar nákvæmari eða frekari upplýsingar um málið og fljótt varð ljóst að hún hefði engar marktækar upplýsingar undir höndum.
Adam Schiff, leiðtogi rannsóknarnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem fer með rannsókn málsins, sagði í dag að nefndin væri reiðubúin til þess að kalla þá Trump yngri, Kushner og Manafort fram fyrir nefndina til þess að fá frekari upplýsingar um efni fundarins.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.