Matur

Í eldhúsi Evu: Kjúklingaloka með jalepenosósu

Eva Laufey skrifar
Girnilegur kjúklingaborgari með sósu sem lyftir honum upp.
Girnilegur kjúklingaborgari með sósu sem lyftir honum upp. Eva Laufey

Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að girnilegum kjúklingaborgara.

Kjúklingaloka með jalepenosósu

700 g úrbeinuð kjúklingalæri
200 g kornflex, mulið
3 – 4 msk ólífuolía
150 g sýrður rjómi
1 – 2 msk sriracha sósa
2 tsk hveiti
salt og pipar
½ tsk hvítlauksduft

Aðferð:
Blandið saman í skál, sýrða rjómanum, sriracha sósunni, salti, pipar, hvítlauksdufti og hveiti. Þerrið kjúklingakjötið vel og setjið ofan í chili sósuna og veltið því næst kjúklingakjötinu upp úr muldu kornflexi. Hitið vel af olíu á pönnu og steikið kjúklinginn í ca. 2 mínútur á hvorri hlið, takið kjúklinginn varlega upp úr pönnunni og leggið í eldfast mót og setjið inn í ofn við 180°C í 20 – 22 mínútur.

Berið stökka kjúklinginn fram með jalepeno sósu og fersku salati í hamborgarabrauði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira