Formúla 1

Dennis hættur hjá McLaren eftir 37 ár

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dennis fagnar með Lewis Hamilton.
Dennis fagnar með Lewis Hamilton. vísir/getty
Ron Dennis hefur formlega hætt öllum afskiptum af McLaren-liðinu sem hann gerði að einu sigursælasta liðinu í Formúlu 1.

Dennis var hent út sem framkvæmdastjóra síðasta nóvember og hann hefur í kjölfarið selt 25 prósenta hlut sinn í liðinu.

Dennis kom til McLaren í september árið 1980 og tók við stjórnartaumunum ári síðar. Undir hans stjórn varð McLaren stórveldi í Formúlunni næstu tvo áratugina.

Hann er sagður einn sá skarpasti sem komið hefur í íþróttina enda með ótrúlega næmt auga fyrir ótrúlegustu hlutum sem skipta máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×