Tekur við af systur sinni sem andlit Max Mara

20. júní 2017
skrifar

Ofurfyrirsætan Bella Hadid hefur tekið við af systur sinni, Gigi Hadid sem nýtt andlit Max Mara Accessories.

Hin tvítuga Bella tilkynnti um samstarfið fyrir fylgjendur sína á Instagram í gær, en þar er hún með 13.6 milljón fylgjenda. Bella var valin fyrirsæta ársins árið 2016.

Systurnar eru í dag meðal vinsælustu fyrirsætum heims og virðast þær fylgjast að í verkefnum sínum. Saman hafa þær einmitt gengið tískupallana fyrir Victoria’s Secret og Max Mara.