Körfubolti

Íslensku strákarnir gáfu eftir á lokasprettinum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kári var langstigahæstur í íslenska liðinu.
Kári var langstigahæstur í íslenska liðinu. mynd/kkí
Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 20 ára og yngri tapaði fyrir Ísrael, 74-81, í öðrum leik sínum á æfingamóti sem fer fram hér á landi þessa dagana.

Kári Jónsson kom Íslendingum þremur stigum yfir, 73-70, þegar rúmar þrjár mínútur voru til leiksloka.

En öfugt við leikinn gegn Svíþjóð í gær gáfu íslensku strákarnir eftir á lokasprettinum og töpuðu síðustu þremur mínútunum 11-0 og leiknum 74-81.

Kári var lang stigahæstur í íslenska liðinu með 26 stig. Hafnfirðingurinn setti niður 10 af 17 skotum sínum.

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson skoraði 18 stig og tók átta fráköst og Ingvi Þór Guðmundsson var með níu stig.

Tryggvi Snær Hlinason, nýjasti atvinnumaður Íslendinga, skoraði fimm stig, tók sjö fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og varði sex skot.

Ísland mætir Finnlandi í lokaleik sínum á mótinu á morgun.

Stig Íslands:

Kári Jónsson 26/4 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 14/8 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 9, Kristinn Pálsson 6/5 fráköst, Snorri Vignisson 5, Tryggvi Snær Hlinason 5/7 fráköst/6 varin skot, Halldór Garðar Hermannsson 3, Breki Gylfason 3, Sæþór Elmar Kristjánsson 2, Snjólfur Marel Stefánsson 1.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×