Enski boltinn

Terry og Skrtel gæti orðið nýja miðvarðaparið hjá Gylfa og félögum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Martin Skrtel spilaði lengi í ensku úrvalsdeildinni.
Martin Skrtel spilaði lengi í ensku úrvalsdeildinni. vísir/getty
Forráðamenn Swansea virðast ætla að koma í veg fyrir að liði fái aftur á sig 70 mörk í ensku úrvalsdeildinni en það er nú orðað við tvo ansi reynslumikla miðverði.

Eins og kom fram í gær er Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea, búinn að ræða við John Terry og umboðsmann hans um möguleg vistaskipti til velska félagsins en Terry er samningslaus.

Nú greinir enska götublaðið The Sun frá því í morgun að Swansea ætli sér að reyna að fá Slóvakann Martin Skrtel frá Fenerbache en hann er öllum hnútum kunnugur í ensku úrvalsdeildinni.

Skrtel spilaði í átta ár með Liverpool frá 2008-2016 áður en hann gekk í raðir tyrkneska félagsins. Þessi 32 ára reynslubolti hefur spilað 90 landsleiki fyrir Slóvakíu og var um árabil besti varnarmaður Liverpool-liðsins.

Swansea virðist ætla sér stóra hluti á næstu leiktíð en það hefur engan áhuga á að missa Gylfa Þór Sigurðsson nema fyrir allt að 40 milljónum punda og þá er það að skoða reynslumikla leikmenn sem geta hjálpað liðinu að taka næsta skref.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×