Enski boltinn

Ekkert óeðlilegt hjá Man. Utd við kaupin á Pogba

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pogba á æfingu hjá Man. Utd.
Pogba á æfingu hjá Man. Utd. vísir/getty
Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur úrskurðað að Man. Utd gerði ekkert ólöglegt er félagið keypti Paul Pogba frá Juventus en þáttur ítalska félagsins í sölunni verður skoðaður betur.

Man. Utd greiddi um 90 milljónir punda fyrir Pogba og FIFA er að rannsaka hvert þeir peningar fóru nákvæmlega. FIFA staðfesti í gær að félagið myndi ekki aðhafast frekar gagnvart Man. Utd en ætlar að yfirheyra yfirmenn Juventus.

Það hefur verið greint frá því áður að umboðsmaðurinn Mino Raiola hafi fengið 41 milljón punda af kaupverðinu sem er ekki eðlilegt og ástæðan fyrir því að FIFA er að rannsaka málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×