Innlent

Ástralskt transpar sækir um hæli á Íslandi

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Konurnar voru búsettar í Sydney. Útlendingastofnun er nú með mál þeirra til skoðunar.
Konurnar voru búsettar í Sydney. Útlendingastofnun er nú með mál þeirra til skoðunar. Vísir
Tvær ástralskar transkonur hafa sótt um hæli á Íslandi, en þær telja líf sitt í hættu í Sydney, þar sem þær bjuggu áður en þær komu til landsins.

Ashley Ihasz og Stephanie McCarthy segjast óttast um líf sitt eftir að ráðist var á McCarthy á bar í Newtown, úthverfi Sydney árið 2015. Þær söfnuðu pening á hópsöfnunarsíðunni GoFundMe svo þær hefðu efni á ferðalaginu til Íslands frá Ástarlíu.

„Stephanie hefur ítrekað verið áreitt og henni ógnað af lögreglunni í New South Wales,“ skrifar Ihasz á GoFundMe.

„Auknar hótanir í garð hennar og mín sem maka hennar hafa gert það að verkum að við neyðumst til að flýja frá Ástralíu vegna þess að við óttumst um líf okkar.“

Bréf frá Útlendingstofnun sem parið byrti á GoFundMeSkjáskot/GoFundMe
„Til að komast til Íslands þurfum við að fórna fjölskyldum okkar, vinum, kettinum okkar og öllu sparifé.“

Í frétt á vef The Australian segir að konurnar séu búsettar í Keflavík og að Útlendingastofnun sé með mál þeirra til umfjöllunnar.

Lögreglan í New South Wales hefur hafnað ásökunum kvennanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×