Innlent

Í beinni: WOW Cyclothon

Hulda Hólmkelsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa
WOW Cyclothon er haldin í fimmta skipti dagana 20.-23. júní.
WOW Cyclothon er haldin í fimmta skipti dagana 20.-23. júní. vísir/hanna
WOW Cyclothon er haldin í fimmta skipti dagana 20.-23. júní. Um er að ræða stærstu götuhjólreiðakeppni á íslandi. Hjólað er hringinn í kringum Ísland með boðsveitarformi þar sem liðsfélagar skipta á milli sín kílómetrunum 1358. Einnig er í boði að hjóla í sóló-flokk en þá hjólar einn keppandi alla kílómetrana.

Í ár er safnað fyrir Slysavarnarfélagið Landsbjörg sem mun sjá um að úthluta söfnunarfé til Björgunar- og slysavarnarsveita landsins.

Alls taka rúmlega 1300 keppendur þátt í ár. Fjórir hjólagarpar taka þátt í einstaklingskeppni. 150 þátttakendur eru skráðir í sérstökum Hjólakraftsflokki, en þetta er þriðja árið í röð sem hann hefur verið settur upp. Þá eru 52 þátttakendur í 13 fjögurra manna liðum og 1100 einstaklingar í 110 tíu manna liðum. Þetta er nýtt þátttökumet en gamla metið var sett í fyrra. Keppendur þurfa að hjóla í kringum landið, um Hvalfjörð og yfir Öxi á innan við 72 tímum.

Hér fyrir neðan má sjá staðsetningu keppenda á gagnvirku Íslandskorti frá live.at.is.

Að neðan má sjá nýjustu tíst með kassamerkinu #wowcyclothon.

Hér fylgir síðan textalýsing frá ritstjórn Vísis þar sem fylgst er með stöðu mála.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×