Viðskipti innlent

Jóna Soffía ráðin forstöðumaður upplýsingatæknisviðs Landsvirkjunar

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Jóna Soffía Baldursdóttir
Jóna Soffía Baldursdóttir Mynd/Landsvirkjun
Jóna Soffía Baldursdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður upplýsingatæknisviðs hjá Landsvirkjun. Nýr forstöðumaður heyrir undir skrifstofu forstjóra og mun Jóna Soffía í samvinnu við stjórnendur taka þátt í að móta upplýsingatæknilausnir fyrir starfsemi innan Landsvirkjunar.

Jóna Soffía er viðskiptafræðingur frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst og rekstrarfræðingur frá Samvinnuháskólanum á Bifröst.

Jóna Soffía hefur mikla reynslu af stjórnun og störfum við upplýsingatækni. Hún hefur verið forstöðumaður vefþróunar hjá Símanum frá árinu 2013. Hún hefur starfað hjá Símanum frá árinu 2006, fyrst við verkefnastjórnun og síðar sem deildarstjóri stjórnstöðvar og stjórnkerfa áður en hún tók við sem forstöðumaður vefþróunar.

Áður en Jóna Soffía fór til Símans starfaði hún m.a. við verkefnastjórnun og hugbúnaðarráðgjöf hjá Högum hf. og Hug hf. og við flutningastýringu hjá Samskipum.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×