Enski boltinn

Hefur fengið tilboð frá Ítalíu og Bandaríkjunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fer Zlatan aftur til Milan?
Fer Zlatan aftur til Milan? vísir/epa
Zlatan Ibrahimovic hefur fengið tilboð frá Ítalíu og Bandaríkjunum eftir að Manchester United ákvað að endurnýja ekki samning hans. Þetta segir Mino Raiola, umboðsmaður Zlatans.

Zlatan er jafna sig eftir að hafa slitið krossband í hné í leik United og Anderlecht í Evrópudeildinni í vor.

United ákvað að framlengja ekki samning Zlatans sem er þó í endurhæfingu hjá félaginu.

Samkvæmt Raiola er mikill áhugi á Zlatan hjá félögum í ítölsku úrvalsdeildinni og bandarísku MLS-deildinni. Zlatan hefur m.a. verið orðaður við AC Milan og Los Angeles Galaxy.

Zlatan lék með Milan á árunum 2010-12 og varð ítalskur meistari með liðinu 2011. Zlatan skoraði 56 mörk í 85 leikjum fyrir Milan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×