Erlent

ISIS-liðar sprengja moskuna þar sem Baghdadi lýsti yfir stofnun kalífadæmis

Atli Ísleifsson skrifar
al-Nuri moskan í Mosúl áður en hún var sprengd fyrr í dag.
al-Nuri moskan í Mosúl áður en hún var sprengd fyrr í dag. Vísir/Getty
Liðsmenn ISIS hafa sprengt í sundur al-Nuri moskuna í Mosúl þar sem leiðtogi þeirra, Abu Bakr al-Baghdadi, lýsti yfir stofnun kalífadæmis árið 2014. Frá þessu greina talsmenn írakskra öryggissveita. BBC greinir frá þessu.

Fyrr í dag greindi Íraksher frá því að sveitir þess væru nú einungis um fimmtán metrum frá moskunni sem reist var á 12. öld. Moskan hefur verið einna þekktust fyrir skakkan bænaturn sinn.

Írakskar öryggissveitir og bandamenn þeirra hafa reynt að hrekja liðsmenn ISIS frá borginni síðustu mánuði. Búið er að ná stærstum hluta borgarinnar úr höndum ISIS, en þeir síðustu hafast enn við í elsta borgarhlutanum.

Sóknin að Mosúl hófst fyrir alvöru um miðjan október á síðasta ári.

Al-Baghdadi lýsti yfir stofnun kalífadæmis í Nuri-moskunni í Mosúl árið 2014.Vísir/AFP

Tengdar fréttir

Hefja „lokasókn“ gegn Ríki íslams í Mósúl

Stjórnarher Íraks hóf "lokasókn“ gegn Ríki íslams í gömlu borginni í Mósúl í dag. Hundrað þúsund íbúar eru innilokaðir vegna átakanna að sögn Sameinuðu þjóðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×