Viðskipti innlent

Dirty Burger skilaði tapi

Haraldur Guðmundsson skrifar
Dirty Burger í Austurstræti opnaði vorið 2015.
Dirty Burger í Austurstræti opnaði vorið 2015. vísir/pjetur
Hamborgarastaðir Dirty Burger and Ribs voru reknir með 4,5 milljóna króna tapi í fyrra samanborið við sex milljóna króna tap árið 2015. Rekstrarfélag þeirra, DBR ehf., velti 258 milljónum árið 2016 og dróst salan saman um sjö milljónir milli ára.

Fyrsti hamborgarastaður DBR var opnaður við Miklubraut 101 í ágúst 2014. Félagið rekur einnig staði í Austurstræti og í Reykjanesbæ. Það er í eigu Riverside Capital ehf., Hermanns Agnars Sverrissonar og GGH ehf. og eiga allir hluthafar þriðjungshlut. Riverside er í eigu fjárfestisins Örvars Kærnested og GGH er að hluta til í eigu erlendra félaga fjárfestisins Magnúsar Ármann. Mynda þeir tveir stjórn félagsins. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×