Viðskipti innlent

Hagnaður Coke á Íslandi jókst

Haraldur Guðmundsson skrifar
Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru við Stuðlaháls.
Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru við Stuðlaháls. vísir/anton brink
Drykkjarframleiðandinn Coca-Cola European Partners Ísland, áður Vífilfell, var rekinn með 180 milljóna króna hagnaði í fyrra. Afkoma fyrirtækisins árið 2015 var jákvæð um 89 milljónir og því um 91 milljónar króna viðsnúning að ræða.

Þetta kemur fram í nýjum ársreikningi fyrirtækisins. Sala á drykkjartegundum á borð við Coke, Sprite og Trópí skilaði þá rétt tæpum tólf milljörðum króna samanborið við 10,8 milljarða árið á undan. Eigið fé félagsins, eignir mínus skuldir, var jákvætt um 4,4 milljarða króna. Coca-Cola á Íslandi er dótturfélag Bottling Great Britain Ltd. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×