Viðskipti erlent

Fær frítt í flug alla ævi

Sæunn Gísladóttir skrifar
Barnið fæddist í flugi Jet Airways á leið til Indlands.
Barnið fæddist í flugi Jet Airways á leið til Indlands. NordicPhotos/AFP
Flugfélagið Jet Airways hefur lofað að gefa ungbarni sem fæddist um borð í vél félagsins milli Sádi-Arabíu og Indlands fría flugmiða það sem eftir er ævi þess. CNN greinir frá þessu.

Barnið, sem er strákur, fæddist fyrir tímann í 35 þúsund feta hæð á sunnudag. Vélin sem átti að fara til Kochi flaug til Mumbai þar sem móðirin og barnið voru flutt á spítala.

Flugfreyjur og -þjónar um borð aðstoðuðu við fæðinguna auk sjúkraflutningamanns sem var um borð. Forsvarsmenn Jet Airways hafa hælt starfsfólkinu fyrir góð viðbrögð.

Ljóst er að drengurinn mun hafa möguleika á að ferðast um vítt og breitt um heiminn, en flugfélagið Jet Airways flýgur til 65 áfangastaða.

Um sex börn sem fæðst hafa í flugi hafa fengið frímiða hjá viðkomandi flugfélagi til æviloka. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×