Erlent

50 þúsund hundaísar frá Svíþjóð sendir til Dúbaí

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Hundar geta nú gætt sér á ís með lifrarbragði. Þessi sleikir venjulegan ís.
Hundar geta nú gætt sér á ís með lifrarbragði. Þessi sleikir venjulegan ís. NORDICPHOTOS/GETTY
50 þúsund ísar með nautalifrarbragði, laxbragði og elgsbragði voru sendir á dögunum frá Svíþjóð til Dúbaí. Ísinn eru handa hundum dóttur sjeiksins í Dúbaí, að því er segir í frétt á vef sænska ríkisútvarpsins.

„Við héldum að það væri verið að gera at í okkur. En nú erum við komin með langan samning um mikið magn,“ segir Sonja Catani, framkvæmdastjóri Hugo & Celins í Svíþjóð, sem hófu framleiðslu hundaíss fyrir einu ári.

Catani segir að myndir verði teknar í einkahöll dóttur sjeiksins þannig að búast megi við að hundaísinn veki mikla athygli. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×