Erlent

Milljörðum af skattfé var sóað í ranga herbúninga

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Af orrustuvelli í Afganistan
Af orrustuvelli í Afganistan Vísir/Getty
Bandaríska varnarmálaráðuneytið keypti búninga fyrir afganska herinn fyrir nærri þrjá milljarða króna. Ráðuneytið keypti búninga með skóglendismynstri en einungis 2,1 prósent landsins er skógi vaxið. Því var milljörðum af skattfé almennings sóað í ranga búninga, að mati Johns Sopko ríkisendurskoðanda.

„Ákvörðunin var ekki byggð á réttu mati fyrir afganskt umhverfi,“ segir í skýrslu sem Sopko birti í gær. Í skýrslunni kemur fram að afganski varnarmálaráðherrann hafi valið mynstrið árið 2007.

Samkvæmt Sopko skoðaði ráðherrann, Abdul Rahim Wardak, mynstur á netinu þar til hann fann mynstur sem honum leist vel á. „Hvað ef ráðherranum hefði litist vel á fjólubláan eða bleikan?“ spurði Sopko í viðtali við USA Today og bætti við: „Hefðum við þá keypt bleika búninga fyrir hermenn án þess að hugsa okkur um?“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×