Viðskipti innlent

Krónan veiktist um tvö prósent

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Veltan hefur verið meiri en hefðbundið er á gjaldeyrismarkaði síðustu daga.
Veltan hefur verið meiri en hefðbundið er á gjaldeyrismarkaði síðustu daga. vísir/valli
Gengi íslensku krónunnar veiktist um tæp tvö prósent gagnvart myntum helstu viðskiptalanda Íslands í gær. Gengisvísitala krónunnar hefur hækkað um 7,1 prósent í mánuðinum en hækkunin nemur um fjórum prósentum það sem af er vikunni. Hefur krónan ekki verið veikari síðan í apríl.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins má rekja gengislækkun undanfarinna daga að einhverju leyti til viðskipta Arion banka með gjaldeyri, en bankinn hefur verið stórtækur á millibankamarkaði og selt þar krónur fyrir gjaldeyri á allra síðustu dögum. Lækkunin er ekki sögð skýrast af auknum umsvifum lífeyrissjóðanna erlendis.

Áhrifa af gengislækkun krónunnar gætti á hlutabréfamarkaði í gær, en hlutabréf þeirra félaga sem hafa tekjur í erlendri mynt hækkuðu nokkuð skarpt í verði. Þannig hækkaði hlutabréfaverð HB Granda um 6,58 prósent, Icelandair Group um 2,31 prósent og Eimskips um 1,89 prósent.

Gengisvísitalan hefur alls lækkað um rúm þrjú prósent það sem af er ári. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×