Körfubolti

Tryggvi fór mikinn í íslenskum sigri

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Finnsku leikmennirnir réðu lítið við Tryggva.
Finnsku leikmennirnir réðu lítið við Tryggva. vísir/ernir
Íslenska körfuboltalandsliðið skipað leikmönnum 20 ára og yngri tryggði sér sigur á fjögurra liða æfingamóti með því að vinna Finnland, 75-60, í Laugardalshöllinni í kvöld.

Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum sem má sjá hér að neðan.

Fyrir leikinn voru Finnar með fullt hús stiga en Íslendingar náðu gullinu með því að vinna í kvöld.

Tryggvi Snær Hlinason átti sannkallaðan stórleik gegn Finnum. Risinn úr Bárðardalnum skoraði 17 stig, tók 11 fráköst, gaf fimm stoðsendingar og varði fimm skot.

Kári Jónsson skoraði 14 stig, tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson skoraði 12 stig og tók níu fráköst. Þá skilaði Kristinn Pálsson 10 stigum.

Mótið var fyrsti liðurinn í undirbúningi íslenska liðsins fyrir EM í Grikklandi seinna í sumar. Ísland keppir þá í A-deild í fyrsta sinn.

Næsta verkefni íslensku strákanna er æfingamót í Grikklandi þar sem þeir mæta heimamönnum, Ítalíu og Spáni.

Ísland - Finnland 75-60 (13-14, 25-10, 22-18, 15-18)

Ísland: Tryggvi Snær Hlinason 17/11 fráköst/5 stoðsendingar/5 varin skot, Kári Jónsson 14/5 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 12/9 fráköst, Kristinn Pálsson 10, Halldór Garðar Hermannsson 6/4 fráköst, Snorri Vignisson 6/4 fráköst, Breki Gylfason 5, Ingvi Þór Guðmundsson 3, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 2, Snjólfur Marel Stefánsson 0/4 fráköst.

Finnland: Matias Suvanto 12/5 fráköst, Lassi Nikkarinen 10, Teemu Knihtinen 8/4 fráköst, Eero Innamaa 6, Edon Maxhuni 6, Aatu Kivimäki 5, Henri Kantonen 5, Jyri Eboreime 3, Hannes Koskinen 3/4 fráköst, Robertt Bärlund 2.

vísir/ernir
vísir/ernir

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×