Enski boltinn

Salah í læknisskoðun hjá Liverpool

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mohamed Salah.
Mohamed Salah. Vísir/Getty
Egypski framherjinn Mohamed Salah er mættur í læknisskoðun hjá Liverpool en frá þessu greinir Sky Sports á Twitter-síðu sinni.

Það styttist í að Salah gangi formlega í raðir Liverpool en það er að kaupa hann frá Roma á 34 milljónir punda.

Salah er nú þegar búinn að semja um kaup og kjör við Liverpool og er talinn fá fimm ára samning og 90.000 pund í vikulaun.

Mohamed Salah, sem er 24 ára gamall, var ekki langt frá því að ganga í raðir Liverpool árið 2014 þegar Brendan Rodgers stýrði liðinu en Chelsea stakk þá undan þeim og keypti framherjann á ellefu milljónir punda.

Hann var byrjunarliðsmaður í frábæru liði Roma sem setti persónulegt stigamet í ítölsku A-deildinni í vetur en Egyptinn skoraði fimmtán mörk í 31 leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×