Erlent

Lífsstílsbloggari lést eftir að rjómasprauta sprakk

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Rebecca Burger.
Rebecca Burger. mynd/instagram
Einn þekktasti lífsstílsbloggari Frakklands, Rebbeca Burger, lést síðastliðinn sunnudag eftir að rjomasprauta sem hún var að nota sprakk. Rjómasprautan gekk fyrir gasi og sprakk þrýstibúnaður sem notaður var til að þeyta rjómann. Búnaðurinn lenti í brjósti Burger með þeim afleiðingum að hún lést.

Burger var heima hjá sér í austurhluta Frakklands þegar slysið varð en hún var mjög vinsæl á samfélagsmiðlum í landinu og átti stóran fylgjendahóp. Fjölskylda hennar lét vita af andláti hennar á Instagram í gær og þá varaði hún einnig við því að fólk notaði rjómasprautur áþekka þeirra sem olli dauða Burger.

Fjölskylda Burger varaði fólk við að nota rjómasprautur áþekkar þeirri sem hún var að nota þegar hún lést.mynd/instagram
„Ekki nota þetta heima hjá þér! Það eru tugir þúsunda gallaðra rjómasprauta í notkun,“ skrifaði fjölskyldan við mynd af rjómasprautu.

Tvö sambærileg slys urðu í Frakklandi árið 2014 án þess þó að viðkomandi létu lífið. Þá hafa frönsk neytendasamtök varað við því um árabil búnaðurinn sem notaður er í sprautunum sé ótraustur auk þess franska neytendastofan hafði sent frá sér viðvörun vegna sprautanna.

Franska lögreglan hefur hafið rannsókn á andláti Burger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×