Sport

Gunnar heldur áfram að klífa styrkleikalista UFC

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gunnar Nelson.
Gunnar Nelson. vísir/getty
Gunnar Nelson hefur aldrei áður verið í eins góðri stöðu á styrkleikalista UFC í veltivigtinni en nýr listi var gefinn út í gær.

Þar er Gunnar í áttunda sæti en hann fer upp um eitt sæti á listanum. Ástæðan fyrir þessu klifri Gunnars er að Kóreubúinn Dong Hyun Kim fellur um tvö sæti niður í það níunda. Upp fara Gunnar og Cowboy Cerrone.

Tveir nýir menn koma inn á listann. Colby Covington pakkaði Dong saman um síðustu helgi og hendir sér beint í tíunda sæti listans.

Fyrrum léttvigtarmeistarinn Rafael dos Anjos kemur einnig nýr inn á lista í ellefta sætið eftir flottan sigur á Tarec Saffiedine um síðustu helgi. Hans fyrsti bardagi í veltivigtinni eftir að hafa tapað tveimur í röð í léttvigtinni.

Gunnar berst næst í Glasgow þann 16. júlí næstkomandi. Þá mætir hann Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio sem féll niður um eitt sæti og er í fjórtánda sæti styrkleikalistans.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×