Lífið

Gengu í burtu með skottið á milli lappanna: Stöðvaði bankaræningja með því að læsa hurðinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frekar misheppnað rán.
Frekar misheppnað rán.
Bankarán er oftast ekkert sérstakalega góð hugmynd og gerist það örsjaldan að bankaræningjar komast undan með fulla vasa af peningum.

Ræningjarnir eiga það reyndar flestir sameiginlegt að komast í það minnsta inn í bankann.

Það á reyndar ekki við um þrjá menn sem ætluðu sér að ræna banka í borginni Guadalajara í Mexíkó.

Þeir lentu í því að öryggisvörðurinn sá mennina ganga að bankanum og læsti einfaldlega hurðinni beint í andlitið á þeim.

Þeir þurftu því að ganga í burtu með skottið á milli lappanna en hér að neðan má sjá upptöku úr öryggismyndavélakerfinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×