Viðskipti innlent

Costco lækkar verð á eldsneyti enn frekar

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Upphaflegt verð á díselolíu var 164,9 kr. og bensínlíterinn var á 169,9 kr.
Upphaflegt verð á díselolíu var 164,9 kr. og bensínlíterinn var á 169,9 kr. Vísir/KPT
Bensínverð Costco hefur lækkað enn frekar og er nú líterinn af díselolíu 155,9 kr. og líterinn af bensíni er 164,9 kr. Verð á dísel hefur því lækkað um níu krónur frá opnun verslunarinnar 23. maí og verð á bensíni hefur lækkað um fimm krónur.

Upphaflegt verð á díselolíu var 164,9 kr. og bensínlíterinn var á 169,9 kr.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Costco lækkar verð á eldsneyti. Aðeins tveimur dögum eftir opnun lækkaði verðið á díselolíu um þrjár krónur. Rúmlega tveimur vikum seinna var verðið lækkað aftur um þrjár krónur.


Tengdar fréttir

Hlutabréf N1 á miklu flugi eftir tilkynningu

Gengi hlutabréfa í N1 hafa rokið upp í verði við opnun markaða í dag eftir að tilkynnt var um fyrirhuguð kaup félagsins á Festi, sem rekur meðal annars verslanir Krónunnar og Elko.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×