Erlent

Drottningarmaðurinn útskrifaður af sjúkrahúsi

Kjartan Kjartansson skrifar
Filipus og Elísabet á afmælishátíð drottningarinnar um helgina.
Filipus og Elísabet á afmælishátíð drottningarinnar um helgina. Vísir/EPA
Filipus, hertogi af Edinborg og eigimaður Elísabetar Bretadrottningar, er kominn heim af sjúkrahúsi. Hann var lagður inn á þriðjudagskvöld í varúðarskyni vegna sýkingar.

Talsmaður konungsfjölskyldunnar sagði í gær að sýkingin tengdist fyrri veikindum hertogans sem er 96 ára gamall.

Breska ríkisútvarpið BBC segir að allar líkur séu á að Filipus hafi fengið sýkingu í þvagblöðru. Hann fékk slíka sýkingu í tvígang árið 2012. Ekki er talið að veikindi hertogans séu alvarleg.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×