Innlent

Noel ætlar ekki að leigja bílaleigubíl að þessu sinni

Jakob Bjarnar skrifar
Íslandsvinurinn Noel Santillan kominn til landsins og er það án efa mörgum fagnaðarefni en hann vann hug og hjörtu þjóðarinnar í fyrra, þegar hann var hér á ferð. Hann er nú staddur í Hörpu.
Íslandsvinurinn Noel Santillan kominn til landsins og er það án efa mörgum fagnaðarefni en hann vann hug og hjörtu þjóðarinnar í fyrra, þegar hann var hér á ferð. Hann er nú staddur í Hörpu.
„Nei, nú ferðast ég með rútu,“ segir Noel Santillan í samtali við Vísi.

Íslandsvinurinn Noel Santillan er kominn til landsins og er það eflaust mörgum fagnaðarefni. Þessi geðþekki 29 ára New Jersey-búi vann hug og hjörtu þjóðarinnar þegar hann komst í fréttirnar í fyrra. Það var reyndar ekki af góðu, því hann villtist alla leið til Siglufjarðar en áfangastaðurinn var Reykjavík. Laugavegur nánar tiltekið en ekki Laugarvegur eins og Noel sló inn á GPS-tæki bílaleigubílsins sem hann hafði leigt sér.

Noel var í Hörpu þegar Vísir ræddi við hann. Hann sagðist ekki ætla að dvelja lengi á Íslandi, aðeins í fimm daga en hann kom snemma í morgun. „Ég er hér til að komast í netsamband,“ sagði Noel. Honum þótti vænt um þegar blaðamaður sagði honum að hann hefði svikalaust unnið sér inn virðingartitilinn Íslandsvinur meðal þjóðarinnar, eftir ævintýri síðasta sumars.

Ferðatilhögun Íslandsvinarins er ekki niður negld. Hann ætlar að gera vart við sig á Facebooksíðu sinni og fá tillögur um hvað hann geti gert á Íslandi á þeim fimm dögum sem hann hefur úr að spila. Noel mun komast að því að heldur hefur verið þrengt að ferðamönnum frá í fyrra, en eins og Vísir greindi frá hefur verið gripið til þess ráðs að takmarka ferðir gesta um húsið auk þess sem rukkað verður fyrir klósettferðirnar sérstaklega, eða um þrjú hundruð krónur.


Tengdar fréttir

Noel villtist enn og aftur

Heimspressan á hælum hins unga bandaríska ferðalangs sem hefur vart haft undan að veita viðtöl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×