Viðskipti innlent

Útgáfufélag Fréttatímans í gjaldþrotameðferð

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Gunnar Smári setti 40 milljónir í útgáfufélag Fréttatímans á sínum tíma.
Gunnar Smári setti 40 milljónir í útgáfufélag Fréttatímans á sínum tíma. vísir/stefán
Útgáfufélag Fréttatímans, Morgundagur ehf., er komið í gjaldþrotameðferð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Enn hefur ekki verið skipaður skiptastjóri.

Kjarninn greinir frá þessu og þar segir að tilraunir til að endurreisa úgáfuna hafi runnið í sandinn. Fréttatíminn hefur ekki komið út síðan í apríl og enn hafa einhverjir fyrrverandi starfsmenn blaðsins ekki fengið borguð laun fyrir marsmánuð.

Eigendur Morgundags eru, samkvæmt vef fjölmiðlanefndar, Gunnar Smári Egilsson sem á 46% hlut, Valdimar Birgisson sem á 25% og Dexter fjárfestingar ehf. í eigu Sigurðs Gísla Pálmasonar á 29%.

Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson seldu 36% hlut sinn í Morgundegi í janúar síðastliðnum en þeir fóru inn í eigendahópinn í nóvember 2015 þegar nýr eigendahópur tók við rekstri Fréttatímans og Gunnar Smári Egilsson tók við ritstjórn ásamt Þóru Tómasdóttur.


Tengdar fréttir

Upp úr sauð eftir útgáfu Fréttatímans

Svikin loforð um launagreiðslur urðu til þess að upp úr sauð á skrifstofu Fréttatímans þegar blaðið hafði verið sent í prentun. Starfsmenn vita lítið um hvert framhaldið verður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×