Erlent

Vafasöm klæðning á ellefu háhýsum

Kjartan Kjartansson skrifar
Yfirvöld hafa kannað ástand annarra háhýsa á Bretlandi eftir brunann í Grenfell-turninum í síðustu viku.
Yfirvöld hafa kannað ástand annarra háhýsa á Bretlandi eftir brunann í Grenfell-turninum í síðustu viku. Vísir/EPA
Ellefu íbúðablokkir á Englandi eru með klæðningu sem ástæða er til að hafa áhyggjur af. Þetta er niðurstaðan eftir prófun á sex hundrað háhýsum.

Farið var í athugunina í kjölfar brunans í London í síðustu viku þegar Grenfell-turninn brann til kaldra kola. Klæðningin er talin eldfim og hefur verið kennt um hversu illa fór.

Að minnsta kosti 79 eru látnir eða taldnir af í eldsvoðanum. Rannsókn hefur staðið yfir á öðrum háhýsum á Bretlandi til að kanna aðbúnað þar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Uppfært 23. júní klukkan 11:11

Frétt uppfærð eftir breytingar BBC á fréttinni. Áður var sagt að sex hundrað háhýsi væru með sömu klæðningu og Grenfell-turninn.

 

 


Tengdar fréttir

Klæðningin á Grenfell-turninum var bönnuð á Bretlandi

Fjármálaráðherra Bretlands segir að klæðningin sem var utan á Grenfell-turninum sem brann á miðvikudag sé ólögleg í Bretlandi, Evrópu og Bandaríkjunum. Að minnsta kosti 58 eru látnir eftir eldsvoðann.

Íbúar Grenfell-turnsins fá nýjar íbúðir

Breska ríkisstjórnin hefur útvegað eftirlifandi íbúum Grenfell-turnsins, sem brann í Kensington-hverfi í London í síðustu viku, nýjar félagslegar íbúðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×