Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Atli Ísleifsson skrifar
Sex ára drengur með hvítblæði var ítrekað sendur heim af heilsugæslunni á Akureyri, ranglega greindur með flensueinkenni. Foreldrar drengsins eru sárir út í kerfið og vilja að plagg með einkennum á krabbameini í börnum verði gert aðgengilegra. Við hittum fjölskylduna í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Við fylgjumst líka með gríðarlegum umferðarþunga á Hlíðartorgi í Hafnarfirði, fjöllum um möguleg tímamót hjá hryðjuverkasamtökunum ISIS og verðum í beinni útsendingu frá Skógafossi, sem Umhverfisstofnun setti í dag á rauðan lista yfir svæði í mikilli hættu.

Loks skoðum við nýja björgunarsæþotu sem stytt getur viðbragðstíma björgunarsveita og fylgjumst með björgun fréttamanns úr Ölfusá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×