Erlent

Trump segist ekki hafa tekið upp samræðurnar við Comey

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Trump rak James Comey úr embætti forstjóra FBI þann 9. maí síðastliðinn.
Donald Trump rak James Comey úr embætti forstjóra FBI þann 9. maí síðastliðinn. Vísir/afp
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki hafa tekið upp samræður sínar við James Comey, fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar, þrátt fyrir að hafa ýjað að slíku áður.

„Ég tók ekki upp, og bý ekki yfir, slíkum upptökum,“ sagði Trump í tísti nú síðdegis. Hann segist þó ekki hafa hugmynd um hvort að upptökur af samtölum þeirra Comey séu til.

Nokkrum dögum eftir að Trump rak Comey úr embætti í maímánuði hótaði Trump Comey og sagði að það væri eins gott fyrir hann að ekki væru til neinar upptökur af samtölum þeirra.

Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og fleiri hafa þrýst á Trump að afhenda slíkar upptökur, ef þær séu þá til, til að varpa skýrara ljósi á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum og hvort að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar.

Comey sagðist vona að til slíkar upptökur væru til að að þær yrðu þá gerðar opinberar þegar hann var yfirheyrður af þingnefnd öldungadeildarinnar fyrr í þessum mánuði.


Tengdar fréttir

Trump bað yfirmenn leyniþjónustunnar um að hreinsa sig opinberlega

Tveir æðstu yfirmenn leyniþjónustmála í Bandaríkjunum sögðu rannsakendum að Donald Trump hefði beðið þá um að lýsa því yfir opinberlega að ekkert væri hæft í að forsetaframboð hans hafi átt í samráði við Rússa. Þeir segjast ekki hafa upplifað það sem skipun frá forsetanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×