Lífið

Stjúpfaðir Harry Styles látinn eftir baráttu við krabbamein

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Robin Twist var stjúpfaðir söngvarans Harry Styles.
Robin Twist var stjúpfaðir söngvarans Harry Styles. Vísir/Getty
Robin Twist, stjúpfaðir Harry Styles, er látinn 57 ára að aldri eftir langa og harða baráttu við krabbamein.

Twist var giftur Anne Cox, móður Harry Styles, en í tilkynningu frá fjölskyldu Styles segir að Twist hafi látist í vikunni. Hann hafði lengi glímt við krabbamein.

„Það hryggir okkur að tillkynna að stjúpfaðir Harry, Robin Twist, lést í þessari viku eftir langa baráttu við krabbamein. Fjölskyldan biður um að einkalíf sitt sé virt á þessum erfiðu tímum,“ segir í tilkynningunni.

Harry Styles, fyrrverandi liðsmaður hljómsveitarinnar One Direction, var svaramaður í brúðkaupi móður sinnar og stjúpföður en þau giftu sig árið 2013. Twist-hjónin fögnuðu fjögurra ára brúðkaupsafmæli sínu í byrjun þessa mánaðar.

Robin Twist átti tvö börn frá fyrra hjónabandi. Hann gekk auk þess Styles og systur hans Gemmu í föðurstað.

Louis Tomlinson, annar meðlimur One Direction, missti móður sína í desember síðastliðnum. Hún lést úr hvítblæði.

Thank you for all the anniversary wishes. ️

A post shared by Anne (@annetwist) on






Fleiri fréttir

Sjá meira


×