Innlent

Skuldin við gamla Landsbankann greidd upp

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans
Landsbankinn hefur greitt að fullu upp eftirstöðvar erlendra skuldabréfa sem gefin voru út til gamla Landsbankans (LBI) vegna eigna og skulda sem færðar voru frá LBI til bankans í október árið 2008. Við uppgreiðslu námu eftirstöðvar skuldarinnar um 16,2 milljörðum króna, en þegar bréfin voru upphaflega gefin út nam fjárhæð þeirra um 350 milljörðum króna á þáverandi gengi.

Lilja Björk Einars­dóttir, bankastjóri Landsbankans, segir að góður árangur í rekstri og fjármögnun bankans og batnandi efnahagsaðstæður hafi gert bankanum kleift að endurgreiða skuldina við LBI mun hraðar en útlit var fyrir. Uppgreiðsla hennar marki töluverð tímamót. Skuldin hafi á sínum tíma verið mjög há, öll í erlendri mynt og með stuttan endurgreiðslutíma. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×