Viðskipti innlent

AGS varar við ofhitnun í íslenska hagkerfinu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá höfuðstöðvum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington D.C. í Bandaríkjunum.
Frá höfuðstöðvum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington D.C. í Bandaríkjunum. Vísir/AFP
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar við ofhitnun í íslenska hagkerfinu í nýrri skýrslu sem byggir á mati sendinefndar sjóðsins. Þrátt fyrir mikla uppsveiflu í ferðamannaiðnaði og jákvæðan hagvöxt eru Íslendingar hvattir til að stíga varlega niður fæti.

Skýrsla Aþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem gefin var út í dag, byggir á mati sendinefndar sjóðsins sem kom hingað til lands í mars síðastliðnum. Í heimsókn sinni aflaði nefndin ýmissa upplýsinga um íslenskan efnahag og þær voru svo ræddar á viðræðufundi framkvæmdanefndar sjóðsins.

Í skýrslunni kemur fram að ferðamannaiðnaðurinn hafi umturnað íslensku hagkerfi og að það standi nú traustari fótum en í síðustu útþenslu. Þá segir í skýrslunni að hagvöxtur, sem var rúm 7 prósent í fyrra, grundvallist á útflutningi, einkaneyslu og fjárfestingum.

Þá er sterk staða krónunnar sérstaklega talin tengd ferðamannaiðnaðinum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar þó við „ofhitnun hagkerfisins“ og hvetur til aðgætni innan fasteignamarkaðarins, þrengingum á vinnumarkaði og launahækkunum.

Ráðamenn eru einnig hvattir til að koma á fót sterkri burðargrind til að stýra ferðamannaiðnaðinum og auka aðhald í ríkisfjármálum.

Skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins má lesa í heild sinni hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×