Innlent

Fannst vörurnar of dýrar svo hún stal þeim

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Nokkuð var um þjófnað úr verslunum Smáralindar í gær.
Nokkuð var um þjófnað úr verslunum Smáralindar í gær. Vísir/GVA
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók um klukkan hálfsjö í gærkvöldi konu vegna þjófnaðar í verslun í Smáralind.

Konan var stöðvuð þar sem hún var á leið út úr versluninni með varning fyrir um 29 þúsund krónur sem hún hafði ekki borgað fyrir.

Hún kvaðst vera með peninga fyrir vörunum en fannst þeim of dýrar. Konan vildi því ekki greiða fyrir þær og ákvað í staðinn að stela þeim.

Um klukkan þrjú var einnig tilkynnnt um annan þjófnað úr verslun í Smáralind. Tvær konur voru þá búnar að setja vörur í tösku fyrir um 35 þúsund krónur en þær voru stöðvaðar á leið út úr versluninni.

Þá var 17 ára piltur handtekinn klukkan 20:44 eftir að hann hafði verið stöðvaður fyrir of hraðan akstur á Þingvallavegi. Var pilturinn tekinn á 141 kílómetra hraða en hámarkshraði er 70 kílómetrar á klukkustund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×