Enski boltinn

United freistar Fabinho

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fabinho gæti verið á leið til Manchester United.
Fabinho gæti verið á leið til Manchester United. Vísir/Getty
Fabinho, leikmaður Monaco, er nú orðaður við Manchester United í enskum fjölmiðlum. Sjálfur viðurkennir hann að það freisti hans að fara til rauðu djöflanna.

Jose Mourinho er að sögn Sky Sports að leita að varnarsinnuðum miðjumanni en Fabinho er fjölhæfur leikmaður sem getur einnig spilað sem hægri bakvörður.

Mourinho og Fabinho hafa áður starfað saman en portúgalski stjórinn gaf leikmanninum hans fyrsta tækifæri hjá Real Madrid þegar Fabinho kom inn á sem varamaður í 6-2 sigri á Malaga undir lok tímabilsins vorið 2013.

Fabinho er 23 ára brasilískur landsliðsmaður sem gekk í raðir Monaco frá Rio Ave í heimalandinu árið 2015. Þá hafði hann verið lánsmaður hjá franska liðinu í tvö ár og hjá Real Madrid í tvö ár þar á undan.

„Það myndi freista mín [að fá boð um að fara til United],“ sagði hann í viðtali í Brasilíu. „Ég myndi fyrst þurfa að ræða við umboðsmann minn og Monaco. En United er frábært félag og ég myndi hugsa vel um þetta.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×