Viðskipti innlent

Andri Ólafsson til VÍS

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Andri Ólafsson kveður 365 miðla eftir tíu ára starf.
Andri Ólafsson kveður 365 miðla eftir tíu ára starf.
Andri Ólafsson hefur verið ráðinn samskiptastjóri hjá VÍS. Andri hefur starfað hjá 365 miðlum undanfarin 10 ár, nú síðast sem aðstoðarritstjóri á fréttastofu 365. Þetta kemur fram í tilkynningu frá VÍS.

Áður var hann fréttastjóri Fréttablaðsins og ritstjóri Íslands í dag. Hann er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands þaðan sem hann útskrifaðist á dögunum.

Hjá VÍS mun Andri stýra miðlun upplýsinga til fjölmiðla og markaðsaðila. Hann mun einnig vinna náið með stjórnendum félagsins við mótun og innleiðingu samskiptastefnu og uppbyggingu fjárfestatengsla. 

Til viðbótar mun Andri bera ábyrgð á framfylgd samfélagsstefnu VÍS. Hann mun hefja störf þann 3. júlí.

„VÍS er öflugasta tryggingafélag landsins og ég hlakka til að takast á við spennandi verkefni með öllu því trausta fólki sem þar starfar,“ segir Andri.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×