Lífið

Sölvi gekk berfættur upp að toppnum á Glym: „Fyrsta flokks jarðtenging“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sölvi er mikið náttúrubarn.
Sölvi er mikið náttúrubarn.
„Gekk berfættur upp að toppnum á Glym í Hvalfirði í dag,“ segir sjónvarpsmaðurinn Sölvi Tryggvason í stöðufærslu á Facebook í gær.

Fossinn Glymur er í Botnsdal, innst í Hvalfirði. Glymur er hæsti foss Íslands en fallhæð hans er 198 metrar.

„Tók aðeins á á köflum, en það hafðist. Fyrsta flokks jarðtenging. Ísbað í ánni á toppnum kórónaði gönguna. Heimklassa lífsreynsla rétt rúman hálftíma frá Reykjavík.“  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×