Innlent

Hundruð íbúða í Efstaleitið

Skipulagsmál 361 íbúð verður byggð á Útvarpsreitnum í Efstaleiti á næstu þremur árum auk um 1.000 fermetra atvinnuhúsnæðis. Samkomulag milli Reykjavíkurborgar og verktakans Skugga 4 þessa eðlis var undirritað í gær. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að gert sé ráð fyrir að fyrstu íbúðir verði afhentar næsta sumar. Skuggi 4 selur íbúðir á reitnum til aðila á frjálsum markaði, meðal annars til leigufélaga til að stuðla að félagslegri blöndun. Samkvæmt samkomulaginu sem undirritað var í gær selur Reykjavíkurborg Skugga 4 byggingarrétt sinn á reitnum fyrir 175 milljónir og kaupir samhliða 15 íbúðir sem verða dreifðar um reitinn. Íbúðirnar sem Reykjavíkurborg mun kaupa verða 40 til 60 fermetrar að stærð auk 5 til 7 fermetra geymslu. – jhh


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×