Innlent

Eldur í þaki Hrafnistu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hrafnista í Hafnarfirði.
Hrafnista í Hafnarfirði. Hrafnista
Eldur kom upp í þaki Hrafnistu í Hafnarfirði nú á tólfta tímanum. 

Fjölmennt slökkvilið var sent á staðinn vegna gruns að um mikinn bruna væri að ræða. Í samtali við Vísi segir varðstjóri í Skógarhlíð að eldurinn hafi þó verið töluvert minni en óttast hafði verið í upphafi.

Því gerði hann ekki ráð fyrir öðru en að vel myndi ganga að ráða niðurlögum eldsins.

Uppfært klukkan 13:45

Neyðarstjórn Hrafnistu hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu:

Nú stendur yfir endurnýjun á þaki Hrafnistu í Hafnarfirði, stærsta öldrunarheimil landsins en heimilið hélt upp á 40 ára afmæli sitt á dögunum. Á heimilinu búa 214 manns en auk þess eru í húsinu 26 dagdvalarrými fyrir aldraða.

Um kl 11:30 í morgun kom upp smávægilegur eldur í þaki Hrafnistu í Hafnarfirði. Slökkvilið, sem er með starfsstöð í Skútahrauni, rétt við Hrafnistu, var komið á staðinn örstuttu síðar.

Verktaki þaksins var þá að mestu búinn að ráða niðurlögum eldsins sem kviknaði vegna viðhaldsframkvæmda þar. Í öryggisskyni var hluti hússins rýmdur í rúmlega 15 mínútur og gekk það ferli mjög vel.

Engin slys urðu á fólki og óverulegt tjón varð á húsnæði Hrafnistu en vatn rann vatn niður á gang og nokkur reykjalykt var á efstu hæð.

Slökkviliði hefur nú farið með hitamyndavélyfir húsið og mun fylgjast með vettvangi í dag.

Dagleg starfsemi Hrafnstu í Hafnarfirði var því um hádegisbil komin í eðlilegt horf.

Hrafnista vill nota þetta tækifæri og þakka slökkviliði, lögreglu og starfsfólki Hrafnistu fyrir snörp og markviss vinnubrögð í þessum erfiðu aðstæðum. Jafnframt biðjum við íbúa Hrafnistu og aðstandendur þeirra velvirðingar á þeim óþægindum sem þeir kunna að hafa orðið fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×