Innlent

Keflavíkurflugvöllur opnar aftur flugbraut sem lokuð hefur verið í sex vikur

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Framkvæmdir eru yfirleitt gerðar á sumrin.
Framkvæmdir eru yfirleitt gerðar á sumrin. Vísir/GVA
Norður-suður flugbrautin á Keflavíkurflugvelli, sem hefur verið lokuð í sex vikur vegna framkvæmda, hefur verið opnuð aftur. Norður-suðurbrautin var malbikuð í fyrra sumar en brautarmótin urðu eftir.

„Brautirnar skerast og meðan það er verið að malbika brautarmótin þá hafa þær verið báða opnar en styttri; í kringum 2100 metra,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia.

Eftir framkvæmdirnar er norður-suðurbrautin aftur komin í eðlilega lengd eða rúma 3000 metra. Næst á dagskrá er að malbika austur-vesturflugbrautina og verður hún lokuð fram að hausti.

Framkvæmdir sem þessar eru yfirleitt gerðar á sumrin. Flugbrautir eru þó ekki malbikaðar oft heldur líða 15 til 20 ár á milli.

„Þetta er mjög vönduð malbiksframkvæmd og þess vegna er malbikið mjög endingargott á flugbrautum. Þetta er ekki eins og götur fyrir bíla sem þarf oftar að malbika,“ segir Guðni og nefnir að það sé auðvitað talsvert rask sem fylgji framkvæmdum sem þessum.

„Það er farið í ítarlegt mat og samráð við flugfélögin tveimur árum áður en framkvæmdin fer af stað,“ segir Guðni og nefnir að allir séu meðvitaður um ástandið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×