Fótbolti

Stjarnan fer til Króatíu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðmunda Brynja Óladóttir og stöllur hennar í Stjörnunni verða á ferðinni í Meistaradeildinni undir lok ágúst-mánaðar.
Guðmunda Brynja Óladóttir og stöllur hennar í Stjörnunni verða á ferðinni í Meistaradeildinni undir lok ágúst-mánaðar. vísir/eyþór
Dregið var í undankeppni Meistaradeildar kvenna í fótbolta í höfuðstöðvum UEFA í dag.

Stjarnan er fulltrúi Íslands í keppninni í ár en Garðbæingar urðu Íslandsmeistarar í fyrra.

Stjarnan dróst í riðil með Osijek frá Króatíu, KÍ Klaksvík frá Færeyjum og SC Istatov frá Makedóníu. Riðilinn verður leikinn í Osijek 22.-28. ágúst næstkomandi.

Sigurvegarar riðlanna 10 fara allir áfram ásamt því liði í 2. sæti sem hefur bestan árangur gegn liðunum í 1. og 3. sæti síns riðils. Í næstu umferð bætast við 21 lið sem slapp við að taka þátt í undankeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×