Handbolti

Íslendingar með heimamönnum og lærisveinum Kristjáns í riðli

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslensku strákarnir lentu í strembnum riðli.
Íslensku strákarnir lentu í strembnum riðli. vísir/anton
Ísland verður í riðli með Króatíu, Svíþjóð og Serbíu á EM í Króatíu á næsta ári. Riðilinn verður leikinn í Split, næststærstu borg Króatíu.

Íslendingar mæta þar Kristjáni Andréssyni og lærisveinum hans í sænska landsliðinu. Kristján er á leið á sitt annað stórmót með Svía en hann tók við liðinu í fyrra.

Búast má við mikilli stemmningu á leikjunum í A-riðli og þá sérstaklega þegar grannþjóðirnar Króatía og Serbía mætast. Að sama skapi verður öryggisgæslan væntanlega gríðarlega mikil í tengslum við þann leik enda grunnt á því góða á milli þessara þjóða.

Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í austurríska landsliðinu lentu í B-riðli með Frakklandi, Hvíta-Rússlandi og Noregi.

Evrópumeistarar Þýskalands eru í C-riðli með Makedóníu, Svartfjallalandi og Slóveníu.

D-riðilinn er afar sterkur en í honum eru Spánn, Danmörk, Tékkland og Ungverjaland.

Þrjú efstu liðin úr hverjum riðli komast áfram í milliriðla. Þeir verða spilaðir annars vegar í Zabreg og hins vegar í Varazdin. Úrslitaleikirnir verða svo í Zagreb.

Riðlarnir á EM 2018:

A-riðill (Split):

1. Króatía

2. Svíþjóð

3. Serbía

4. Ísland

B-riðill (Porec):

1. Frakkland

2. Hvíta-Rússland

3. Noregur

4. Austurríki

C-riðill (Zagreb):

1. Þýskaland

2. Makedónía

3. Svartfjallaland

4. Slóvenía

D-riðill (Varazdin):

1. Spánn

2. Danmörk

3. Tékkland

4. Ungverjaland




Fleiri fréttir

Sjá meira


×