Viðskipti innlent

Atvinnuþátttaka há sögulega séð

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Atvinnuleysi nálgast sögulegt lágmark.
Atvinnuleysi nálgast sögulegt lágmark. vísir/daníel
Atvinnuþátttaka á Íslandi er orðin mjög há í sögulegu samhengi, að sögn sérfræðinga hagfræðideildar Landsbankans. Þeir benda á að 85 prósent af heildarmannfjölda á vinnualdri hafi verið virk á vinnumarkaði í maímánuði. Sé litið til tólf mánaða meðaltals hefur þátttakan verið tæplega 84 prósent síðustu mánuði.

Samkvæmt nýjum mælingum Hagstofunnar var atvinnuleysi 5,3 prósent í maí sem er aukning um 3,6 prósentustig á tveimur mánuðum. Sérfræðingar Landsbankans benda þó á að árstíðasveifla sé jafnan mikil í tölum Hagstofunnar.

Skráð atvinnuleysi samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar hafi verið 1,9 prósent í mars og 2,2 prósent að meðaltali síðustu tólf mánuði. Atvinnuleysi hafi minnkað jafnt og þétt síðustu ár, en mikið hafi þó hægt á þeirri þróun. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×