Íslenski boltinn

Arna Sif fagnaði EM-sætinu með tveimur mörkum | Torsótt hjá Grindavík

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arna Sif skoraði tvívegis í öruggum sigri á HK/Víkingi.
Arna Sif skoraði tvívegis í öruggum sigri á HK/Víkingi. vísir/ernir
ÍBV, Stjarnan, Valur og Grindavík tryggðu sér sæti í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna í kvöld.

Landsliðskonan Sigríður Lára Garðarsdóttir skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri ÍBV á Haukum.

Stjarnan vann 3-2 sigur á Þór/KA í frábærum leik í Garðabænum.

Valur og Grindavík mættu bæði liðum úr 1. deild en sigrarnir voru mis torsóttir.

Miðvörðurinn Arna Sif Ásgrímsdóttir fagnaði sæti í íslenska EM-hópnum með því að skora tvö mörk í 5-0 sigri Vals á HK/Víkingi. Stalla hennar í íslenska landsliðinu, Elín Metta Jensen, var einnig á skotskónum.

Anisa Raquel Guajardo og Stefanía Ragnarsdóttir komust einnig á blað í kvöld. Sú fyrrnefnda hefur nú skorað í fjórum leikjum í röð.

Valur hefur unnið síðustu sjö leiki sína í deild og bikar með markatölunni 29-2.

Í hálfleik benti fátt til þess að Grindavík myndi lenda í vandræðum með að landa sigri gegn Tindastóli, enda staðan 3-0.

Elena Brynjarsdóttir kom Grindavík yfir á 33. mínútu og hún bætti svo öðru marki við á 41. mínútu. Aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Ísabel Jasmín Almarsdóttir þriðja mark Grindvíkinga og staða þeirra orðin afar vænleg.

Stólarnir gáfust ekki upp og á 69. mínútu minnkaði Emily Key muninn. Og þremur mínútum fyrir leikslok skoraði hún öðru sinni og hleypti mikilli spennu í leikinn. En nær komst Tindastóll þó ekki og Grindavík vann 3-2 sigur.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.


Tengdar fréttir

EM-hópurinn valinn: Harpa fer með til Hollands

Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni fer með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi en EM-hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í Laugardalnum rétt í þessu.

Sigríður Lára skaut Eyjakonum í undanúrslitin

Landsliðskonan Sigríður Lára Garðarsdóttir tryggði ÍBV sæti í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna þegar hún skoraði eina mark leiksins gegn Haukum á Hásteinsvelli í undanúrslitunum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×