Erlent

Flassarar fái þyngri refsingu

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Móðir fær hærri sekt fyrir að birta mynd af flassara, heldur en hann fær fyrir að bera sig.
Móðir fær hærri sekt fyrir að birta mynd af flassara, heldur en hann fær fyrir að bera sig. vísir/daníel
Dómsmálaráðherra Danmerkur, Søren Pape Poulsen, segir það skjóta skökku við að sá sem berar sig fyrir framan aðra fái vægari refsingu en sá sem birtir myndir úr eftirlitsmyndavél af viðkomandi. Hann vill að flassarar fái þyngri refsingu.

Maður sem beraði sig fyrir framan tvær 10 ára stúlkur á bak við verslun var dæmdur til að greiða 2.500 danskar krónur í sekt. Móðir annarrar stúlkunnar tók mynd af manninum með farsímanum sínum af myndbandi úr eftirlitsmyndavél. Hún birti myndina á Facebook og hvatti fólk til að deila henni. Móðirin neitaði að greiða sekt upp á 5.000 danskar krónur fyrir að brjóta persónuverndarlög og málið fór fyrir rétt.

Vegna galla í ákæru var móðirin sýknuð. Hún hefur nú verið ákærð að nýju og þarf að mæta fyrir dóm. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×