Erlent

Telja sig tapa á fórnarlömbum

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Íbúar Grenfell-turnsins fá íbúðir í lúxusblokk.
Íbúar Grenfell-turnsins fá íbúðir í lúxusblokk. vísir/EPA
Yfirvöld í Lundúnum hafa keypt 68 íbúðir í lúxusfjölbýlishúsi á Kensington Row fyrir þá sem misstu húsnæðið í eldsvoðanum í Grenfell-turninum. Nokkrir íbúar á Kensington Row eru ósáttir og segja þetta draga úr virði íbúða sinna.

Íbúarnir sem fyrir eru segjast hafa greitt háar upphæðir fyrir íbúðir sínar í fjölbýlishúsinu en þar er sundlaug, gufubað, kvikmyndasalur og dyragæsla allan sólarhringinn. Íbúðir sem nú eru til sölu í lúxusblokkinni kosta frá 1,6 milljónum punda til 8,5 milljóna punda. Íbúðirnar sem bjóðast þeim sem misstu húsnæði sitt í Grenfell-turninum eru meðal þeirra ódýrari. Óljóst er hvort nýju íbúarnir fái aðgang að því í sameigninni sem nefnt er hér að framan.

Sumir íbúanna á Kensington Row benda á að margar íbúðanna í Grenfell-turninum hafi verið í framleigu. Þeir sem hafi verið með leigusamning þar muni fá nýtt húsnæði í lúxusfjölbýlishúsinu og framleigja það síðan. Þeir sem bjuggu í raun í turninum verði áfram húsnæðislausir. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×