Innlent

Átta mánaða fangelsi fyrir að flytja inn kókaín

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Fíkniefnin flutti maðurinn til landsins með flugi frá Kaupmannahöfn
Fíkniefnin flutti maðurinn til landsins með flugi frá Kaupmannahöfn Vísir/Stefán
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt hollenskan karlmann í átta mánaða fangelsi fyrir að flytja inn 334,07 g af kókaíni til landsins í byrjun apríl.

Fíkniefnin flutti maðurinn til landsins með flugi frá Kaupmannahöfn en hann faldi þau í líkama sínum í þrjátíu og fimm pakkningum. Ætlaði hann að koma efninu í sölu hér á landi í ágóðaskyni.

Maðurinn játaði sök. Tekið var tillit til þess við ákvörðun refsingarinnar að hann hafi ekki verið eigandi fíkniefnanna og að hann hafi tekið að sér að flytja þau hingað til lands gegn þóknun. Til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald sem ákærði hefur sætt frá 10. apríl 2017.

Hann var einnig dæmdur til að greiða 870.076 krónur í sakarkostnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×