Erlent

Fjölda manns saknað eftir aurskriðu í Sichuan héraði í Kína

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem náttúruhamfarir verða á svæðinu. Árið 2008 létu 37 ferðamenn lífið þegar jarðskjálfti skall á.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem náttúruhamfarir verða á svæðinu. Árið 2008 létu 37 ferðamenn lífið þegar jarðskjálfti skall á. Vísir/AFP
Fleiri en 140 manns er saknað eftir aurskriðu í Sichuan héraði í suðvestur Kína. Talið er að fólkið sé grafið undir jarðveginum. Einu pari ásamt barni þeirra var bjargað og voru þau flutt á spítala samstundis. BBC greinir frá.

Fjörutíu heimili voru gjöreyðilögð eftir að hlut af hlið fjalls hrundi klukkan 6 að staðartíma eða klukkan níu um kvöld að íslenskum tíma. Heimilin eru staðsett í þorpinu Xinmo í Maoxian sýslu. Björgunarteymi eru á vettvangi í þeirri von að finna einhvern sem komst lífs af. Meðal annars er notast við jarðýtur til að ryðja mold og steinum frá.

Aurskriðan stíflaði tvo kílómetra af á sem rennur í gegnum svæðið. Talið er að aurskriðan hafi komið í kjölfar mikilla rigninga á svæðinu. Lítill gróður er í fjallshlíðinni og á svæðinu sem gerði það að verkum að enginn fyrirstaða var fyrir skriðuna.

Aurskriður er meðal þeirra náttúruhamfara sem eru algengar á þessu svæði sér í lagi ef mikið hefur rignt. 


Tengdar fréttir

Enn skelfur jörð í Sichuan-héraði

Jarðskálfti af stærðinni 6,1 stig á Richter skók Sichuan-héraðið í suðvesturhluta Kína klukkan hálffimm síðdegis að staðartíma. Upptök skjálftans eru talin vera um 50 kílómetra suðaustur af borginni Panzhihua segir Xinhua-fréttastofan kínverska.

Snarpur skjálfti í Sichuan-héraði

Jarðskjálfti upp á sex á Richter skók Sichuan-hérað í suðvesturhluta Kína laust fyrir klukkan tíu í morgun að íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×